Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 17. ágúst 2017 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Max Gradel lánaður til Toulouse (Staðfest)
Gradel er farinn frá Bournemouth
Gradel er farinn frá Bournemouth
Mynd: Getty Images
Fílbeinstrendingurinn Max Gradel hefur verið lánaður frá Bournemouth til Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni.

Gradel er að snúa aftur til Frakklands eftir að hafa áður spilað með Saint-Etienne frá árinu 2011 til 2015.

Hann náði ekki að finna taktinn með Bournemouth. Hann var mikið meiddur og svo spilaði Afríkukeppnina líka inn í.

Hann kom til Bournemouth árið 2015, fyrir fyrsta tímabil liðsins í ensku úrvalsdeildinni, en á þessum tveimur árum spilaði hann aðeins 27 leiki í öllum keppnum hann skoraði tvö mörk.

Auk þess að spila með St. Etienne og Bournemouth hefur Gradel einnig spilað Leicester og Leeds United.

Hann á 45 landsleiki fyrir Fílabeinsströndina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner