Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. ágúst 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Gylfi: Skil við Swansea á góðum nótum
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
„Út á við hefði verið skemmtilegra ef þetta hefði klárast fyrr. Þetta dróst svolítið á langinn," sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Fótbolta.net í gær um félagaskipti sín frá Swansea til Everton.

Gylfi yfirgefur nú Swansea eftir að hafa leikið með liðinu undanfarin þrjú ár.

„Samband mitt við leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn hefur verið frábært undanfarin ár og það hefur ekkert breyst þó að ég sé kominn hingað. Það er sárt að fara frá klúbbi sem maður hefur verið hjá í mörg ár en ég á frábærar minningar frá Swansea og skil við klúbbinn á góðum nótum," sagði Gylfi.

„Það hefur verið mjög góður tími eftir að ég kom aftur til Swansea frá Tottenham. Mér hefur gengið persónulega vel og ég hef haldist heill síðustu þrjú tímabil. Það var frábært skref fyrir mig að fara frá Swansea til Tottenham. Ég spilaði fullt af leikjum og gekk mjög vel."

Hér að neðan má sjá viðtalið við Gylfa í heild.
Risa viðtal við Gylfa um félagaskiptin
Athugasemdir
banner
banner