Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. ágúst 2017 11:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Freysi endurheimti vespu sem var stolið frá honum
Freyr á vespunni.
Freyr á vespunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, brunar um bæinn á vespu þegar vel viðrar. Um síðustu helgi var vespunni hins vegar rænt af heimili hans í Breiðholti.

„Ég er búinn að búa nánast alla ævi í Breiðholti og ég hef aldrei lent í neinu slíku áður," segir Freyr í samtali við Vísi.

Freyr brá á það ráð að auglýsa eftir vespunni á Facebook-síðunni Betra Breiðholt og það skilaði sér.

Freyr fékk símtal frá Breiðhyltingi sem hafði fundið vespuna í garðinum sínum.

„Hann beið þarna eftir mér fyrir framan vespuna og það var ekkert búið að skemma hana neitt. Þetta gat eiginlega ekki endað betur," sagði Freyr í samtali við Vísi.

Hann er ánægður með viðbrögð íbúa Breiðholts. „Ég er aðallega bara ánægður með samstöðuna og það að hafa fengið aftur vespuna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner