banner
   fim 17. ágúst 2017 12:45
Elvar Geir Magnússon
Þrír lykilmenn framlengja við Brighton
Lewis Dunk með eina breska tæklingu.
Lewis Dunk með eina breska tæklingu.
Mynd: Getty Images
Lewis Dunk, Shane Duffy og Anthony Knockaert hafa allir skrifað undir nýja langtímasamninga við Brighton & Hove Albion, nýliða ensku úrvalsdeildarinnar.

Varnarmaðurin Dunk og franski vængmaðurinn Knockaert eru báðir 25 ára og skrifuðu undir fimm ára samninga, til júní 2022.

Írski varnarmaðurinn Duffy, 25 ára, skrifaði undir fjögurra ára samning.

Christ Hughton, stjóri Brighton, segir að þremenningarnir hafi unnið fyrir samningunum og að hann búist við því að þeir muni verða mjög góðir í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Dunk spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Brighton 2011. Á síðasta tímabili fékk hann Duffy við hlið sér í vörnina.

Knockaert kom frá Standard Liege í janúar 2016 og hefur skorað 20 mörk í 65 deildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner