Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. ágúst 2017 13:53
Elvar Geir Magnússon
Paulinho til Barcelona (Staðfest) - Suarez frá í mánuð
Stór áskorun fyrir Paulinho.
Stór áskorun fyrir Paulinho.
Mynd: Getty Images
Luis Suarez í leiknum gegn Real Madrid í gær. Lætur Ricardo de Burgos Bengotxea dómara heyra það.
Luis Suarez í leiknum gegn Real Madrid í gær. Lætur Ricardo de Burgos Bengotxea dómara heyra það.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur formlega kynnt brasilíska miðjumanninn Paulinho sem kemur frá Guangzhou Evergrande í Kína fyrir rúmlega 36 milljónir punda.

Þessi 29 ára fyrrum leikmaður Tottenham er fyrsti leikmaðurinn sem spænska stórliðið fær til sín síðan Neymar gekk í raðir Paris Saint-Germain og varð dýrasti leikmaður heims.

Paulinho markaði ekki djúp sport hjá Tottenham en góð frammistaða hans í Kína og með brasilíska landsliðinu vakti áhuga Barcelona.

Paulinho gekk í raðir Tottenham frá Corinthians í Brasilíu fyrir 17 milljónir punda 2013 en fór til Kína 2015. Hann vann kínverska meistaratitilinn með Guangzhou Evergrande á síðasta tímabili.

Sjá einnig:
Paulinho gaf bílstjóranum sínum Mercedes-Benz í kveðjugjöf

Paulinho greip í allar helstu klisjurnar þegar hann var kynntur hjá Börsungum. sagði að draumur hefði ræst og að hann muni gera allt sem hann gæti til að eiga farsælan feril hjá Barcelona.

Barcelona er að vinna í því að kaupa Philippe Coutinho frá Liverpool og Ousmane Dembele frá Borussia Dortmund. Pep Segura, framkvæmdastjóri spænska félagsins, segist búast við því að þessir leikmenn muni koma fyrir gluggalok.

Suarez meiddur
Annars er það að frétta úr herbúðum Barcelona að úrúgvæski framherjinn Luis Suarez verður frá í fjórar til fimm vikur eftir meiðsli sem hann hlaut í tapinu gegn Real Madrid í baráttunni um Ofurbikarinn.

Hann missir einnig af leikjum landsliðs Úrúgvæ gegn Argentínu og Paragvæ í undankeppni HM.


Sjá einnig:
Pique: Mér líður eins og við séum óæðri Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner