Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. ágúst 2017 16:42
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið FH gegn Braga: Cedric D'Ulivo byrjar í fyrsta sinn
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
FH hefur staðfest byrjunarlið sitt sem mætir Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA klukkan 17:45 í dag.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu

Mesta athygli vekur að franski hægri bakvörðurinn Cedric D'Ulivo er í byrjunarliði FH í fyrsta sinn en hann hefur aldrei verið í leikmannahópnum síðan hann var fenginn til félagsins í lok síðasta mánaðar. Þá er króatíski kantmaðurinn Matija Dvornekovic á bekknum.

Kristján Flóki Finnbogason var seldur til Start í Noregi í gær og er því ekki með FH í dag. Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins teflir fram varnarsinnuðu liði með Pétur Viðarson og Davíð Þór Viðarsson sem djúpa miðjumenn og Steven Lennon einan frammi.

Byrjunarlið FH
Gunnar Nielsen
Cedric D'Ulivo
Bergsveinn Ólafson
Kassim Doumbia
Böðvar Böðvarsson
Halldór Orri Björnsson
Pétur Viðarsson
Robbie Crawford
Davíð Þór Viðarsson
Atli Guðnason
Steven Lennon

Varamenn: Vignir Jóhannesson, Emil Pálsson, Atli Viðar Björnsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Matija Dvornekovic, Guðmundur Karl Guðmundsson, Bjarni Þór Viðarsson


Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner