Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 17. ágúst 2017 17:15
Elvar Geir Magnússon
Mbappe ekki í leikmannahópi Mónakó
Mbappe á leið til PSG?
Mbappe á leið til PSG?
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe, 18 ára framherji Mónakó, er ekki í leikmannahópi Frakklandsmeistarana fyrir leik gegn Metz á morgun.

Blaðið L'Equipe hefur sagt að Paris St-Germain sé nálægt því að krækja í franska landsliðsmanninn sem talinn er einn hæfileikaríkasti leikmaður heims.

Hann hefur einnig verið orðaður við Real Madrid og Manchester City.

Mbappe var ónotaður varamaður í síðasta leik Mónakó, 4-1 sigrinum gegn Dijon á sunnudaginn. Leonardo Jardim, stjóri Mónakó, sagðist hafa verið að vernda leikmanninn unga.

„Þegar svona mikið er í gangi kringum 18 ára strák þá er það okkar skylda að vernda hann," sagði Jardim.

Í júlí sagði Mónakó að nokkur af stærstu liðum Evrópu hefðu haft samband við Mbappe með ólöglegum hætti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner