Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 18. ágúst 2017 08:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Stewart Downing í viðræðum við Birmingham
Downing í leik með Middlesbrough í fyrra
Downing í leik með Middlesbrough í fyrra
Mynd: Getty Images
Birmingham City er í viðræðum við vængmann Middlesbrough, Stewart Downing um að ganga til liðs við félagið.

Downing hefur verið gefið leyfi til þess að yfirgefa MIddlesbrough og hefur honum verið skipað að æfa með U23 ára liðið félagsins í sumar.

Harry Redknapp er sagður hafa boðið Downing tveggja ára samning en enn á eftir að komast á samkomulagi á milli Birmingham og Downing.

Redknapp er í leit að styrkingu fyrir leikmannahóp sinn áður en leikmannamarkaðurinn lokar. Birmingham virtist vera að fá landsliðsmann Nígeríu, Ogenyi Onazi en honum var neitað vinnuleyfi á Englandi.

Downing er fyrrum landsliðsmaður Englands og lék hann 35 leiki fyrir þjóð sína. Hann er uppalinn hjá MIddlesbroug en hefur einnig leikið með Aston Villa, Liverpool og West Ham.

Hann gekk aftur til liðs við uppeldisfélag sitt sumarið 2015 en í fyrra spilaði hann 34 leiki og skoraði tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner