Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. ágúst 2017 21:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Evrópudeildin: Viðar Örn skoraði - Everton vann án Gylfa
Michael Keane skoraði í kvöld en hann kom til Everton í sumar
Michael Keane skoraði í kvöld en hann kom til Everton í sumar
Mynd: Getty Images
Fjöldi leikja fóru fram í umspili Evrópudeildarinnar í kvöld.

Viðar Örn Kjartansson og félagar í Maccabi Tel Aviv gerðu góða ferð til Austurríkis en þeir mættu Rheindorf Altach. Eina mark leiksins kom á 67. mínútu og að sjálfsögðu var það okkar maður, Viðar Örn sem skoraði eina mark leiksins.

Matthías Viljálmsson og liðsfélagar hans í Rosenborg gerðu gríðarlega góða ferð til Hollands en þar mættu norsku meistararnir Ajax. Ajax fór í úrslitaleikinn í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.

Matthías byrjaði á bekknum í kvöld en kom inn á völlinn á 72. mínútu. Fimm mínútum síðar kom sigurmarkið. Lokatölur 1-0 fyrir Rosenborg.

Domzale, liðið sem sló Val út í Evrópudeildinni er að gera gríðarlega góða hluti. Liðið sló þýska úrvalsdeildarfélagið, Freiburg út í síðustu umferð og en andstæðingar kvöldsins var franska stórliðið Marseille. Domzale gerði sér lítið fyrir og náði jafntefli gegn Marseille á heimavelli.

Nýja lið Gylfa Þórs Sigurðssonar, Everton mætti Hadjuk Split frá Króatíu en leikið var á Goodison Park. Gylfi var ekki með í kvöld en hann gekk til liðs við Everton í gær.

Everton vann leikinn 2-0 og er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn. Michael Keane og Idrissa Gana Gueye skoruðu mörk Everton.

Seinni leikirnir fara fram eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner