Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. ágúst 2017 21:11
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Pepsi kvenna: Valur vann Íslandsmeistarana
Elín Metta skoraði bæði mörk Vals í kvöld
Elín Metta skoraði bæði mörk Vals í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 -2 Valur
0-1 Elín Metta Jensen ('69)
0-2 Elín Metta Jensen úr víti ('90)
1-2 Ana Victoria Cate ('93)

Valskonur gerðu góða ferð í Garðarbæinn í kvöld en þar mættur þær Íslandsmeisturum Stjörnunnar.

Þrátt fyrir fjörugan fyrri hálfleik var markalaust þegar liðin gengu til búningsklefanna í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði einnig fjörlega en það var ekki fyrr en á 69. mínútu sem fyrsta mark leiksins kom. Það skoraði Elín Metta Jensen eftir góðan skalla Laufeyjar Björnsdóttur.

Á lokamínútum leiksins fengu Valskonur vítaspyrnu eftir að Kim Dolstra braut á Ariönu Calderon. Úr spyrnunni skoraði Elín Metta sitt annað mark.

Íslandsmeistararnir voru hins vegar ekki hættar. Á 93. mínútu skoraði Ana Victoria Cate eftir fyrirgjöf Kristrúnar Kristjánsdóttur.

Lengra komust Stjarnan hins vegar ekki og lokatölur 2-1. Með sigrinum nálgast Valur liðin í 2.-4. sæti en Valur eru nú komnar með 25 stig. Stjarnan, Breiðablik og ÍBV eru öll með 27 stig en á toppnum situr Þór/KA með 35 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner