Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 17. ágúst 2017 22:26
Mist Rúnarsdóttir
Elín Metta: Pressulausar í seinni hlutanum
Elín Metta skoraði tvö í kvöld og er komin með 10 Pepsi-mörk í sumar
Elín Metta skoraði tvö í kvöld og er komin með 10 Pepsi-mörk í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Kannski smá framhald af síðasta leik. Svipað sett upp af báðum liðum fannst mér. En við unnum og það var munurinn á þessum tveimur leikjum,“ sagði Elín Metta Jensen, fyrirliði Vals og og hló, ánægð eftir sterkan 2-1 útisigur á Stjörnunni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Valur

Valskonur áttu harma að hefna en þær máttu sætta sig við tap gegn Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins síðastliðinn sunnudag.

„Við vorum ákveðnar í að svara fyrir síðasta leik. Það er hundfúlt að vera dottnar úr bikar en við gerðum það sem við gátum til þess að gíra okkur upp í þennan leik og mér fannst það takast vel hjá liðinu.“

Elín Metta átti góðan leik og skoraði bæði mörk Vals. Það síðara úr vítaspyrnu sem andstæðingarnir voru ekki sáttir við og vildu meina að brotið hefði verið á Gemmu Fay markverði skömmu áður en að Kim Dolstra togaði Ariönu Calderon niður í teignum.

„Ég man ekki eftir neinu broti í aðdragandanum en mér fannst það sem hann dæmdi á vera pjúra víti,“ sagði Elín Metta en hún fór sallaróleg á vítapunktinn og skoraði.

Með sigrinum komast Valskonur í 25 stig og eru því aðeins tveimur stigum á eftir liðunum í 2.-4. sæti deildarinnar. Valskonur ætla að njóta þess að spila fótbolta út fótboltasumarið og sjá hvort það skili þeim ofar í töflunni.

„Við erum eiginlega svolítið pressulausar í þessum seinni hluta myndi ég segja. Við mætum náttúrulega í hvern leik til að vinna en við ætlum samt líka að njóta og reyna að hafa svolítið gaman af þessu. Mér fannst það takast í dag og við uppskárum. Við höldum því bara áfram,“ sagði Elín Metta meðal annars en nánar er rætt við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner