Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 17. ágúst 2017 22:46
Mist Rúnarsdóttir
Óli Guðbjörns: Súr með þennan endi
Óli var eðlilega súr eftir tap gegn Val á heimavelli
Óli var eðlilega súr eftir tap gegn Val á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög fúll með að tapa þessum leik. Þetta var bara svipað og hinn leikurinn. Við sköpuðum bara ekki nógu mörg færi þó við höfum haft boltann meirihlutann af leiknum,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fótbolta.net eftir tap gegn Val fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Valur

„Þær spiluðu vörnina sína vel. Voru þéttar til baka og lágu fyrir framan teiginn sinn. Það skilaði þeim sigri og það verður að virða það.“

„Ég er súr með þennan endi og þetta víti sem er dæmt á okkur. Mér fannst það kolrangt en þeir dæma þetta og þeir læra vonandi af því. Það var hangið í Kim þarna löngu áður en að hún braut af sér en þannig er fótboltinn,“
sagði Óli vonsvikinn en óskaði Valskonum til hamingju með sigurinn.

Stjörnukonum hefur gengið illa eftir EM-fríið ef undan er skilinn bikarsigurinn á Val. Bæði Þór/KA og ÍBV hafa tapað stigum eftir hlé en Stjörnukonum hefur á sama tíma mistekist að vinna sína leiki og komast nær toppsætinu. Hvað veldur?

„Auðvitað höfum við ekki spilað nógu vel á síðasta þriðjungnum eða skapað okkur opin færi miðað við hvað við höfum boltann mikið í þessum leikjum. Það er eitthvað sem við þurfum að bæta,“ sagði Óli meðal annars en nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.

Þar kemur Óli meðal annars inná breytingarnar sem hann gerði á byrjunarliðinu fyrir leikinn í kvöld, innáskiptingar í leiknum og komandi þátttöku Stjörnunnar í Evrópukeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner