Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 18. ágúst 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Barcelona segist vera í viðræðum um Coutinho og Dembele
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Robert Fernandez, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, segir að félagið sé í viðræðum um kaup á Ousmane Dembele frá Borussia Dortmund og Philippe Coutinho frá Liverpool.

„Sannleikurinn er sá að við erum í viðræðum. Með fullri virðingu fyrir báðum félögum þá þarf vanalega tíma í samningaviðræðum til að ná samkomulagi á milli þeirra og okkur," sagði Fernandez.

„Við eigum ennþá nokkra daga til stefnu til að klára þetta. Þetta eru tveir leikmenn sem við viljum fá hingað."

Liverpool hefur hafnað tveimur tilboðum frá Barcelona í Coutinho í sumar. Í síðustu viku hafnaði félagið einnig beiðni Coutinho um að fá að fara.

Barcelona er að nota þær 200 milljónir punda sem fengust fyrir Neymar til reyna að fá Dembele og Coutinho.
Athugasemdir
banner
banner