fös 18. ágúst 2017 14:15
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Vil spila í sterkari deild á næsta tímabili
Leikmaður 16. umferðar - Tanner Sica (Tindastóll)
Sica í leik með Stólunum.
Sica í leik með Stólunum.
Mynd: Óli Arnar
Marki fagnað á Sauðárkróki.
Marki fagnað á Sauðárkróki.
Mynd: Hanna Sím
Bandaríski miðvörðurinn Tanner Sica er leikmaður 16. umferðar 2. deildarinnar en hann átti frábæran leik þegar Tindastóll vann óvæntan 2-1 útisigur á Magna sem er í öðru sæti.

Tindastóll er aðeins stigi frá fallsæti og þessi sigur gríðarlega mikilvægur.

„Ég tel þetta hafa verið einn af betri leikjum sem ég hef spilað. Það var stórt fyrir Tindastól að spila gegn liði sem var við topp töflunnar og ná þremur stigum á útivelli. Þetta gefur okkur sjálfstraust sem við þurfum fyrir komandi leiki," segir Sica.

Er hann bjartsýnn á að Tindastóll haldi sæti sínu?

„Við erum bjartsýnir á að geta haldið okkur í deildinni ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum gegn Magna. Við verðum að hætta að fá á okkur kjánaleg mörk seint í leikjum og fá á okkur vítaspyrnur."

Tindastóll gekk í gegnum þjálfaraskipti í júlí. Stephen Walmsley og Christofer Harrington voru látnir fara og Bjarki Már Árnason og Stefán Arnar Ómarsson tóku við.

„Mikið breyttist eftir að við fengum nýja þjálfara. Við misstum þrjá af okkar bestu leikmönnum í glugganum vegna þess. En við fengum nokkra nýja leikmenn til að fylla í skörðin og þeir hafa aðlagast vel og eru að hjálpa liðinu," segir Sica.

Walmsley var aðalástæða þess að Sica kom til Tindastóls fyrir tímabilið.

„Við spiluðum gegn hvor öðrum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og héldum sambandi eftir að hann fékk þjálfarastarfið hjá Tindastóli. Hann gaf mér tækifæri til að spila fyrir Tindastól og ég er mjög þakklátur fyrir það."

Sica kann vel við sig í Tindastóli en stefnir hærra.

„Sauðárkrókur er huggulegur litill bær og mjög vinalegur. En ég hef metnað til þess að reyna mig í sterkari deild en 2. deildin eftir að tímabilinu lýkur," segir Sica að lokum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
15. umferð - Gonzalo Zamorano Leon (Huginn)
14. umferð - Pawel Grudzinski (Víðir)
13. umferð - Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (Afturelding)
12. umferð - Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
11. umferð - Halldór Bogason (KV)
10. umferð - Blazo Lalevic (Huginn)
9. umferð - Kenneth Hogg (Tindastóll)
8. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
7. umferð - Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
6. umferð - Ragnar Þór Gunnarsson (Tindastóll)
5. umferð - Hjörtur Geir Heimisson (Magni)
4. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
3. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
2. umferð - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
1. umferð - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner