Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. ágúst 2017 08:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Þeir bestu í Pepsi og Gylfakaup Everton í útvarpinu í dag
Gylfakaup Everton verða til umræðu við enska hringborðið.
Gylfakaup Everton verða til umræðu við enska hringborðið.
Mynd: Getty Images
Menningarþátturinn Fótbolti.net verður á sínum stað á X977 í dag laugardag milli 12 og 14.

Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson verða í gasklefanum að þessu sinni.

Tómas Þór Þórðarson er staddur á landsbygðinni en fær þó ekki frí því hann mun skoða komandi leiki í Pepsi-deildinni með Elvari og Benna.

Kaup Everton á Gylfa Sigurðssyni verða að sjálfsögðu fyrirferðamikil í dagskránni. Magnús Már Einarsson var í Liverpool þegar gengið var frá kaupunum og segir frá heimsókn sinni þangað og spjalli sínu við Gylfa og enska sérfræðinga.

Blaðamaðurinn Magnús Geir Eyjólfsson verður einnig á línunni en hann er granítharður stuðningsmaður Everton.

Elvar og Benni fara yfir val lesenda Fótbolta.net á besta markverði, varnarmanni, miðjumanni og sóknarmanni Pepsi-deildarinnar.

Þá verður rætt við Baldur Sigurðsson, leikmann Stjörnunnar, og heppnir hlustendur geta unnið miða á leik Stjörnunnar og Fjölnis í Pepsi-deildinni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner