fös 18. ágúst 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 15. umferð: Vorum ákveðnir í að vinna fyrrum þjálfara
Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
Leikmenn Víkings fagna marki hjá Geoffrey í leiknum á mánudag.
Leikmenn Víkings fagna marki hjá Geoffrey í leiknum á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Geoffrey í leiknum á mánudag.
Geoffrey í leiknum á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Raggi Óla
„Þetta var einn af bestu leikjum mínum á Íslandi. Allir voru mjög ákveðnir í að vinna þennan leik. Ég skoraði tvö mörk og þar á meðal sigurmarkið. Þetta var gott," sagði Geoffrey Castillion, framherji Víkings R, við Fótbolta.net í dag.

Geoffrey er leikmaður 15. umferðar í Pepsi-deildinni en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 útisigri á Breiðabliki. Víkingar mættu þar fyrrum þjálfara sínum Milos Milojevic.

„Allir voru ákveðnir í að vinna leikinn gegn fyrrum þjálfara okkar. Við byrjuðum ekki vel en síðan sýndum við karakter og spiluðum mjög góðan leik. Þetta varð auðveldara eftir að þeir fengu rautt spjald. Við héldum einbeitingu og skoruðum sigurmarkið."

Geoffrey meiddist illa gegn ÍBV í 3. umferðinni í sumar en hann missti í kjölfarið af sex leikjum í Pepsi-deildinni.

„Ég er ekki alveg heill núna. Ég er 90%. Þegar ég hreyfi mig hratt eða einhver sparkar í hnéð á mig þá er það smá sársaukafullt en þetta er allt í lagi."

Geoffrey hefur skorað fimm mörk í þeim níu leikjum sem hann hefur spilað með Víkingi í deildinni í sumar.

„Ég vil skora fleiri mörk. Ég var óheppinn að meiðast svona snemma á tímabilinu eftir að hafa skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum."

„Ég lagði hart að mér til að koma sem fyrst til baka. Þegar ég kom til baka eftir sjö vikna fjarveru vantaði mig leikæfingu en núna er þetta allt á réttri leið. Ég vonast til að geta skorað fleiri mörk í síðustu sjö leikjunum og hjálpað liðinu að vinna marga leiki."


Hinn 26 ára gamli Geoffrey verður mögulega áfram hjá Víkingi næsta sumar.

„Ég skrifaði undir samning út sumarið. Ég hef ekki spilað mikið undanfarin ár og ég vildi sýna á Íslandi að ég geti átt gott tímabil. Eftir tímabilið skoða ég hvað ég geri. Maður veit aldrei. Kannski kem ég aftur til Íslands. Við sjáum til," sagði Geoffrey að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 14. umferðar - Steven Lennon (FH)
Leikmaður 13. umferðar - Andre Bjerregaard (KR)
Leikmaður 12. umferðar - Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Leikmaður 8. umferðar - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Leikmaður 7. umferðar - Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Leikmaður 6. umferðar - Emil Lyng (KA)
Leikmaður 5. umferðar - Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Leikmaður 4. umferðar - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Aleksandar Trninic (KA)
Leikmaður 2. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 1. umferðar - Steven Lennon (FH)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner