Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. ágúst 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Best í 13. umferð: Þá voru allar drottningarnar í KR
Hólmfríður fagnar marki.
Hólmfríður fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Edda Garðarsdóttir þjálfari KR og Hólmfríður eftir leikinn.
Edda Garðarsdóttir þjálfari KR og Hólmfríður eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Það var mikill léttir að vinna leikinn því við þurftum virkilega á þessum stigum að halda," sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, við Fótbolta.net í dag.

Hólmfríður er leikmaður 13. umferðar í Pepsi-deild kvenna en hún skoraði bæði mörk KR í 2-1 sigri á FH í vikunni. KR hefur unnið báða leiki sína eftir EM hléið í Pepsi-deildinni og Hólmfríður er sjálf komin á fullt eftir að hafa misst af byrjun tímabils vegna meiðsla.

„Við höfum lent í meiðslum á tímabilinu og erum kannski ekki með mestu breiddina í deildinni. Núna erum við með full skipað lið með því að fá Katrínu Ó og við höfum fengið liðsstyrk í henni Betsy."

„Við skoruðum bara 7 mörk í fyrstu 11 leikjunum en núna erum við búnar að skora 5 í fyrstu tveimur eftir pásuna. Við erum að nýta færin betur og í leiðinni erum við búnar að spila vel."


KR er komið sjö stigum á undan Fylki. Er sæti liðsins í deildinni tryggt? „Nei, ég myndi ekki segja það, við þurfum bara að taka einn leik í einu. Það eru ennþá 15 stig í pottinum og allt getur gerst. En ef við höldum áfram að spila vel og bæta okkur sem lið þá hef ég ekki áhyggjur. Þá ættum við að ná í mun fleiri stig."

Hólmfríður sneri aftur í sitt gamla félag KR í vetur eftir að hafa leikið erlendis undanfarin ár.

„Mér hefur alltaf liðið vel í KR treyjunni. Liðið er öðruvísi en þegar ég yfirgaf það 2008. Stelpurnar sem ég spila með í dag voru þá í 5. og 6. flokki. Þetta er mjög ungt lið og hafa þær þurft að bera mikla ábyrgð. Ég hafði meiri hjálp þegar ég kom ung upp í meistaraflokk kvenna, þá voru allar drottningarnar í KR."

„Þær ungu í dag eru kannski búnar að þurfa að taka of mikla ábyrgð síðustu ár og því finnst mér mjög gaman að ég geti gefið af mér til þeirra. Að koma heim úr atvinnumennsku þar sem maður þarf að vera á tánum alla daga og í KR er öðruvísi en mjög krefjandi líka og það er það sem ég þurfti,"

„Kláralega getur KR blandað sér í baráttuna á næstu árum en það þarf þá líka metnaðinn hjá klúbbnum og öllum að taka þetta auka skref sem þarf til þess að ná árangri," sagði Hólmfríður.

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna í sumar fær pizzuveislu frá Domino's. Hólmfríður segir að Domino's Deluxe sé í uppáhaldi hjá sér.

Sjá einnig:
Leikmaður 12. umferðar - Katrín Ómarsdóttir (KR)
Leikmaður 11. umferðar - Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 10. umferðar - Cloe Lacasse (ÍBV)
Leikmaður 9. umferðar - Anisa Raquel Guajardo (Valur)
Leikmaður 8. umferðar - Sandra María Jessen (Þór/KA)
Leikmaður 7. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 6. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 5. umferðar - Rut Kristjánsdóttir (ÍBV)
Leikmaður 4. umferðar - Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 2. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 1. umferðar - Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner