lau 19. ágúst 2017 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Crystal Palace fer á Anfield
Liverpool mætir Crystal Palace
Liverpool mætir Crystal Palace
Mynd: Getty Images
Sjö leikir fara fram í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en dagurinn hefst á leik Swansea og Manchester United.

United vann öruggan 4-0 sigur í fyrsta leik og ætlar að halda gengi liðsins áfram í hádeginu er liðið heimsækir Swansea. Velska liðið seldi Gylfa Þór Sigurðsson til Everton á dögunum og því mikil blóðtaka fyrir liðið.

Bournemouth og Watford mætast auk þess sem Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans fá West Brom í heimsókn. Þá mæta fyrrum Englandsmeistararnir í Leicester City nýliðunum í Brighton.

Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool fá Crystal Palace í heimsókn. Palace hefur yfirleitt reynst Liverpool erfitt í gegnum tíðina og má því búast við jöfnum og sterkum leik þar.

Southampton fær þá West Ham í heimsókn áður en dagurinn endar með leik Stoke og Arsenal.

Leikir dagsins:

11:30 Swansea - Manchester United
14:00 Bournemouth - Watford
14:00 Burnley - West Brom
14:00 Leicester - Brighton
14:00 Liverpool - Crystal Palace
14:00 Southampton - West Ham
16:30 Stoke - Arsenal
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner