lau 19. ágúst 2017 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Everton reynir við framherja Benfica
Everton hefur verið duglegt á markaðnum
Everton hefur verið duglegt á markaðnum
Mynd: Everton - Twitter
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur lagt fram 25 milljón evra boð í mexíkóska framherjann Raul Jimenez sem leikur með Benfica í Portúgal. Fjölmiðlar þar í landi halda þessu fram.

Jimenez, sem er 26 ára gamall, hefur verið hjá Benfica frá árinu 2015 en hann skoraði ellefu mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili.

Benfica er þegar búið að setja vermiða á leikmanninn en félagið vill 50 milljónir evra fyrir hann.

Samkvæmt fjölmiðlum í Portúgal hefur Everton boðið 25 milljónir evra í hann en félagið er í leit að framherja.

Félagið hefur þegar keypt leikmenn á borð við Davy Klaassen, Wayne Rooney, Gylfa Þór Sigurðsson, Michael Keane og Jordan Pickford en búist er þó við því að félagið selji Ross Barkley á allra næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner