Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. ágúst 2017 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurftu að nota myndbandsdómgæslu í fyrsta leik
Lewandowski skoraði úr vítaspyrnunni.
Lewandowski skoraði úr vítaspyrnunni.
Mynd: Getty Images
Opnunarleikur þýsku úrvalsdeildarinnar fór fram í gærkvöldi þegar meistararnir í Bayern München mættu Bayer Leverkusen.

Bayern spilaði nokkuð vel í leiknum og þeir unnu að lokum 3-1 sigur.

Í þýsku Bundesligunni í vetur verður notast við myndbandsdómgæslu. Bundesligan er fyrst af stóru deildunum í Evrópu sem tekur þessa nýju tækni upp. Tæknin er mjög umdeild og efasemdir eru um að hún sé nægilega langt þróuð til að nota hana strax á stóra sviðinu.

Hún var notuð í fyrsta sinn strax í gær. Bayern fékk vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks, en dómarinn ætlaði ekki að dæma strax. Hann fór síðan yfir myndband af atvikinu og dæmdi vítaspyrnu.

Hér að neðan er myndband af þessu, en atburðarrásin fer í gang eftir 58 sekúndur. Þá fellur Lewandowski.

Smelltu hér til að sjá myndbandið



Athugasemdir
banner
banner