lau 19. ágúst 2017 10:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Swansea og Man Utd: Mourinho stillir upp sama liði
Fylgst með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu
Lukaku leiðir sóknarlínu United.
Lukaku leiðir sóknarlínu United.
Mynd: Getty Images
Swansea fær Manchester United í heimsókn í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Önnur umferð deildarinnar hefst með þessum leik. Boltinn er farinn að rúlla!

Manchester United byrjaði tímabilið á 4-0 sigri á West Ham á Old Trafford. Í dag fara þeir til Wales og mæta Swansea, sem gerði markalaust jafntefli gegn Southampton í fyrsta leik.

Þetta er fyrsti leikur Swansea eftir söluna á Gylfa Sigurðssyni til Everton. Gylfi skoraði í síðasta leik Swansea gegn Man Utd. Markið kom beint úr aukaspyrnu á Old Trafford.

Jose Mourinho stillir upp sama liði og vann West Ham 4-0. Hann fiktar ekkert. Victor Lindelöf, sem var keyptur frá Benfica í sumar, var ekki í hóp síðast. Hann er á bekknum í dag.

Swansea gerir tvær breytingar á sínu liði. Roque Mesa kemur inn í byrjunarliðið ásamt Kyle Bartley.

Byrjunarlið Swansea: Fabianski, Mawson, Olsson, Naughton, Bartley, Fernandez, Carroll, Fer, Mesa, Ayew, Abraham.
(Varamenn: Nordfeldt, van der Hoorn, Narsingh, Routledge, Rangel, Fulton, McBurnie)

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Bailly, Jones, Blind, Valencia, Matic, Mkhitaryan, Pogba, Mata, Rashford, Lukaku
(Varamenn: Romero, Lindelof, Martial, Smalling, Lingard, Herrera, Fellaini)

Leikurinn er í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Hann hefst kl. 11:30. Fjörið er hafið!





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner