banner
   lau 19. ágúst 2017 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn spila með 'Barcelona' aftan á treyjum sínum
Messi mun spila með 'Barcelona' aftan á treyju sinni.
Messi mun spila með 'Barcelona' aftan á treyju sinni.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Barcelona ætla að sýna fórnarlömbum hryðjuverkaárásana í Barcleona og Cambrils virðingu sína. Þeir ætla að sleppa því að spila með nöfn sín aftan á treyjum sínum, eins og venjan er, gegn Real Betis á morgun. Í stað þess munu þeir allir spila með 'Barcelona' aftan á treyjum sínum í virðingarskyni.

Þetta er fyrsti leikur liðsins í spænsku úrvalsdeildinni, en leikmenn Börsunga munu líka hafa textann #TotsSomBarcelona (Við erum öll Barcelona) framan á treyjum sínum í leiknum.

Mínútu þögn verður fyrir leikinn og leikmenn Barcelona verða með sorgarbönd eftir þessar hræðilegu árásir.

Tvær árásir áttu sér stað á Spáni í vikunni. Ódæðismaður keyrði sendibíl inn í hóp af fólki í miðborg Barcelona og í strandbænum Cambrils, um 120 kílómetrum frá Barcelona, keyrðu nokkrir ódæðismenn inn í hóp af vegfarendum. Fjórtán létust í Barcelona og einn lést í Cambrils. Alls eru 130 særðir eftir árásirnar tvær.

Leikur Barcelona og Real Betis er annað kvöld og hefst 18:15.
Athugasemdir
banner
banner
banner