Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 19. ágúst 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal vildi ekki lána Mustafi til Inter
Mustafi er ekki að fara frá Arsenal.
Mustafi er ekki að fara frá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Inter Milan hafði samband við Arsenal með það í huga að fá varnarmanninn Shkodran Mustafi á láni. Þetta er haft eftir Sky á Ítalíu. Arsenal vill hins vegar ekki missa Mustafi og þeir voru því ekki lengi að segja nei við fyrirspurn ítalska liðsins.

Talið er að Inter muni gera annað tilboð í Mustafi, þá kauptilboð.

Ef Arsenal ætlar að hugsa um að selja Mustafi þá verða þeir að minnsta kosti að fá alla þá upphæð sem þeir borguðu fyrir hann til baka og gott betur. Hann kom til Arsenal fyrir 35 milljónir punda.

Han lék 26 leiki á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni með Lundúnarliðinu og skoraði í þeim leikjum tvö mörk.

Hann var allan tímann á varamannabekknum í opnunarleik Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, í leik sem Arsenal vann 4-3 gegn Leicester. Hann fékk lengra sumarfrí en aðrir eftir að hafa spilað í Álfukeppninni með Þýskalandi. Hann er enn að koma sér í form.
Athugasemdir
banner
banner