lau 19. ágúst 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jeison Murillo til Valencia (Staðfest)
Murillo í leik með kólumbíska landsliðinu.
Murillo í leik með kólumbíska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Jeison Murillo hefur verið lánaður frá Inter til Valencia. Lánssamningurinn gildir í tvö ár, en Valencia þarf að kaupa Kólumbíumanninn þegar láninu lýkur.

Murillo kom til Inter fyrir tveimur árum, en hann var ekki inn í myndinni hjá Luciano Spalletti fyrir tímabilið.

Murillo er annar varnarmaðurinn sem Valencia fær til sín á stuttum tíma. Í gær keypti félagið Gabriel Paulista frá Arsenal.

Spænska liðið er ekki hætt á leikmannamarkaðnum. Þeir ætla að fá Geoffrey Kondogbia, líka frá Inter, áður en glugginn lokar. Kondogbia er heldur ekki inn í myndinni hjá Spalletti hjá Inter

Valencia ætlar að bæta upp fyrir slæmt gengi undanfarin tímabili, en á síðasta tímabili lenti liðið í 12. sæti deildarinnar. Valencia hóf þetta tímabil með sigri á Las Palmas í gær. Simone Zaza gerði sigurmarkið.
Athugasemdir
banner
banner
banner