Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 19. ágúst 2017 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Stoke og Arsenal: Sanchez enn fjarverandi
Mynd: Getty Images
Lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er í Stoke on Trent. Þar mætast heimamenn og Lundúnarliðið Arsenal.

Arsenal spilaði opnunarleik deildarinnar gegn Leicester og úr varð mikið fjör. Arsenal vann að lokum 4-3. Stoke tapaði gegn Everton í sínum fyrsta leik. Þar gerði Wayne Rooney sigurmarkið.

Alexis Sanchez er enn fjarverandi vegna meiðsla. Hann spilar ekki í dag. Arsene Wenger gerir tvær breytingar á sínu byrjunarliði frá leiknum gegn Leicester. Mustafi og Aaron Ramsey koma inn í byrjunarliðið fyrir Rob Holding og Mohamed El Neny.

Mark Hughes, stjóri Stoke, gerir einnig tvær breytingar. Jese og Chupo-Moting, tveir nýir leikmenn, byrja í stað Bojan og Berahino.

Hér að neðan eru byrjunarliðin.

Byrjunarlið Stoke: Butland; Zouma, Shawcross, Cameron, Diouf, Allen, Fletcher, Pieters, Shaqiri, Jese, Choupo-Moting.
(Varamenn: Grant, Johnson, Berahino, Martins-Indi, Crouch, Bojan, Ramadan)

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Mustafi, Monreal, Kolasinac, Bellerin, Ramsey, Xhaka, Oxlade-Chamberlain, Ozil, Welbeck, Lacazette.
(Varamenn: Ospina, Mertesacker, Coquelin, Elneny, Iwobi, Walcott, Giroud)
Athugasemdir
banner
banner