Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. ágúst 2017 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Vængir ætla upp - Jafnt á Dalvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vængir Júpiters stefna upp úr 3. deildinni. Þeir unnu góðan útisigur á Vopnafirði í dag og eru í fínum málum í deildinni.

Það voru tveir leikir að klárast í deildinni.

Vængir mættu Einherja, en með sigri gátu þeir farið aftur upp í annað sæti deildarinnar. Þeir gerðu það, en þeim nægði eitt mark til að vinna leikinn. Georg Guðjónsson skoraði markið.

Kári er í mjög góðum málum á toppi deildarinnar, en næstu lið eru Vængir Júpiters, Þróttur V. og KF.

Í hinum leiknum sem var í dag skildu Dalvík/Reynir og Ægir jöfn, 2-2. Dalvík/Reynir er í sjöunda sæti og Ægir í því áttunda.

Dalvík/Reynir 2 - 2 Ægir
0-1 Jonathan Hood ('58)
1-1 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('66)
1-2 Darko Matejic ('87)
2-2 Atli Fannar Írisarson ('90)

Einherji 0 - 1 Vængir Júpiters
0-1 Georg Guðjónsson ('41)




Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner