Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. ágúst 2017 12:40
Stefnir Stefánsson
Wenger ósáttur með dómgæsluna
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stóri Arsenal, er allt annað en ánægður með dómgæsluna eftir tap liðsins gegn Stoke í gær.

Hann gangrýndi harðlega það að mark sem að Alexandre Lacazette skoraði hafi verið dæmt af vegna rangstöðu og þá fannst honum sitt lið einnig hafa verið rænt vítaspyrnu.

Bæði atvikin áttu sér stað eftir að Jese Rodriguez, sem er nýkominn til Stoke City frá Paris SG, skoraði sigurmark leiksins í sínum fyrsta leik.

Wenger fannst Mame Biram Diouf brjóta klaufalega á Hector Bellerin, vinstri bakverði Arsenal, innan teigs. En ekkert var dæmt.

„Við fáum ekki vítaspyrnur," sagði Wenger. „Lýttu bara á tölfræðina og þú munt sjá það." hélt frakkinn áfram.

„Á síðasta tímabili vorum við það lið sem fékk flestar vítaspyrnur á sig á heimavelli, þá fengum við fæstar vítaspyrnur með okkur. Svo ef að litið er á tölurnar þá er þetta augljóst" sagði Wenger að lokum.
Athugasemdir
banner
banner