Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. ágúst 2017 14:30
Stefnir Stefánsson
Skírð Fanndís eftir markið á EM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Yngvi Einarsson skírði dóttur sína í höfuðið á Fanndísi Friðriksdóttur vegna þess að hún skoraði fyrsta og eina mark íslenska landsliðsins á EM í knattspyrnu í sumar.

Hann birti skemmtilegan pistil á fésbókarsíðu sinni þar sem sagan á bak við hversvegna dóttir hans hlaut nafnið Fanndís er uppljóstrað.

En á síðuna skrifar hann eftirfarandi:

Jæja það eru margir sem spyrja sig afhverju hún heitir Fanndís Mist. Sagan á bakvið það er mjög stutt en skemmtileg. Þann 18. júlí tveimur dögum eftir að stúlka Magnúsdóttir fæddist ákváðum ég og Kristin að bjoða tengdaforeldrum mínum í létt grill og að horfa á Ísland - Frakkaland. Ég og tengdafaðir minn erum miklir fótbolta áhugamenn og því ekki af svo stór leikjum sem þessum. Fyrir leik fór tengdafaðir minn svo að ræða hvað ætti nú að skíra litlu Magnúsdóttir. Eftir miklar vangaveltur hét ég því við hann að skíra hana í höfuði á þeirri stelpu í íslenska landsliðinu sem myndi skora fyrsta markið á EM. Það fyndna við þetta er að Kristín tók bara vel í þetta. Eftir fyrsta leikinn kom því miður ekkert mark og biðu því allir eftir því hvaða nafn hun myndi fá í næsta leik. Þá var loksins komið að leiknum á móti Sviss en þá loksins kom fyrsta markið hjá Íslandi og var það Fanndís Friðriksdóttir sem skoraði. Þar með var það komið. Litla stelpan var svo kölluð Fanndís út kvöldið og ekki söguna meir nema hjá okkur Kristínu sem fannst þetta virkilega falleg nafn eftir allt saman. Við kölluðum hana Fanndís oft þegar eldri dóttirin var sofnuð. Eflaust hélt tengdafaðir minn að ég myndi ekki standa við mín orð en hann fékk einmitt staðfesingu á því í gær þegar við skírðum hana Fanndís Mist. Þar með má segja að hún hafi fengið nafnið sitt á 33 mínútu í leik Íslands og Sviss þann 22. júlí."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner