Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. ágúst 2017 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Marcos Alonso sá um Tottenham á Wembley
Mynd: Getty Images
Tottenham 1 - 2 Chelsea
0-1 Marcos Alonso ('24 )
1-1 Michy Batshuayi ('82 , sjálfsmark)
1-2 Marcos Alonso ('88 )

Tottenham fékk Chelsea í heimsókn á sinn nýja heimvöll, Wembley, í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í deildinni gegn Burnley um síðustu helgi og þeir ætluðu sér að bæta fyrir það.

Fyrsta mark leiksins kom eftir 24 mínútur, en það gerði Spánverjinn Marcos Alonso beint úr aukaspyrnu. Markið var virkilega flott.

Staðan var 1-0 í hálfleik. Tottenham stjórnaði ferðinni í seinni hálfleiknum og þeim tókst loksins að jafna á 82. mínútu leiksins. Þá skoraði sóknarmaðurinn Michy Batshuayi sjálfsmark. Hann var nýkominn inn á sem varamaður fyrir Chelsea þegar hann skoraði.

Þarna héldu flestir að Tottenham væri að tryggja sér stig úr leiknum, en annað kom á daginn. Marcos Alonson, þetta var dagurinn hans. Hann skoraði sigurmarkið stuttu eftir jöfnunarmark Tottenham.

Lokatölur 2-1 fyrir Chelsea og þeir eru komnir á beinu brautina eftir tap í fyrsta leik. Tottenham vann sinn fyrsta leik á tímabilinu, en þeir tapa sínum fyrsta heimaleik. Stuðningsmenn þeirra hafa áhyggjur af því að Wembley muni skemma tímabilið fyrir liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner