Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 20. ágúst 2017 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid þurfti ekki Ronaldo til að vinna
Mynd: Getty Images
Deportivo 0 - 3 Real Madrid
0-1 Gareth Bale ('20 )
0-2 Casemiro ('27 )
0-3 Toni Kroos ('62 )
0-3 Florin Andone ('90 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Sergio Ramos, Real Madrid ('90)

Spánar- og Evrópumeistarar Real Madrid áttu ekki í miklum vandræðum með að vinna sinn fyrsta leik í spænsku úrvalsdeildinni.

Þeir heimsóttu Deportivo La Coruna og voru fljtólega komnir í 2-0. Gareth Bale gerði fyrsta markið og Casemiro bætti síðan við.

Staðan var 2-0 í hálfleik, en í seinni hálfleiknum bætti félagi Casemiro af miðjunni, Toni Kroos, við þriðja markinu.

Deportivo fékk tækifæri til að minnka muninn undir lokin, en sóknarmaðurinn Florin Andone klúðraði þá vítaspyrnu. Stuttu síðar fékk fyrirliði Real Madrid, Sergio Ramos, að líta rauða spjaldið.

Bæði Real Madrid og Barcelona byrja tímabilið á sigri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner