Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. ágúst 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Brom áfrýjar rauða spjaldi Robson-Kanu
Robson-Kanu skoraði og fékk síðan rautt.
Robson-Kanu skoraði og fékk síðan rautt.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið West Brom hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Hal Robson-Kanu fékk í leik gegn Burnley um helgina.

Sóknarmaðurinn Robson-Kanu fékk rautt spjald í leiknum, sem var á laugardag, fyrir brot á Matthew Lowton, bakverði Burnley.

Robson-Kanu hafði stuttu áður skorað sigurmark West Brom.

West Brom sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir greindu frá því að þeir hefðu áfrýjað rauða spjaldinu til enska knattspyrnusambandsins. Þeir voru ekki sáttir með dóminn.

Vísir.is hefur birt myndband af öllu því helsta sem gerðist í leik Burnley og West Brom, þar á meðal markið og rauða spjaldið.

Smelltu hér til að sjá allt það helsta úr leik Burnley og West Brom. Rauða spjaldið kemur eftir 2 mínútur og 10 sekúndur
Athugasemdir
banner
banner
banner