Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. ágúst 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McClaren kominn í ráðgjafastarf hjá liði Viðars Arnar
Steve McClaren.
Steve McClaren.
Mynd: Getty Images
Steve McClaren, fyrrum stjóri Derby, Newcastle og enska landsliðsins, er kominn í ráðgjafastarf hjá Maccabi Tel Aviv í Ísrael.

McClaren mun fara til Ísrael á rúllandi samningi. Hann mun aðstoða þjálfarann Jordi Cruyff, en hann með Cruyff hjá Manchester United. Þar var McClaren aðstoðarþjálfari og Cruyff leikmaður.

Viðar Örn Kjartansson leikur með Maccabi Tel Aviv.

Viðar Örn spilaði allan leikinn í gær þegar liðið hóf leik í ísraelsku úrvalsdeildinni. Maccabi tapaði þá 3-0 gegn Beitar Jerusalem.

McClaren var á vellinum og fylgdist með þeim leik.

Hann var síðast stjóri Derby, en hann var rekinn þaðan í mars. McClaren sótti um stjórastarfið hjá Hearts í Skotlandi á dögunum, en hann er ekki að fara að taka við því starfi eftir þessar fréttir.
Athugasemdir
banner
banner
banner