Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. ágúst 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Gylfi byrja gegn Manchester City í kvöld?
Mynd: Everton
Í kvöld hefst nýtt ævintýri hjá Gylfa Sigurðssyni. Hann verður í leikmannahópi Everton gegn Manchester City.

En mun Gylfi byrja leikinn?

Það er talið ólíklegt. Gylfi var keyptur frá Swansea á miðvikudaginn fyrir 45 milljónir punda. Hann er í engu leikformi og hefur ekki fengið mikinn tíma til að æfa með nýjum liðsfélögum sínum.

Hann hefur verið að æfa með Swansea undanfarnar vikur, en hann fór ekki með liðinu í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem það var mikil óvissa í kringum framtíð hans á þeim tíma. Hann var þess í stað heima í Wales og æfði með varaliði félagsins.

Gylfi spilaði 45 mínútur í fyrsta æfingaleik Swansea í júlí, en annars hefur hann ekkert spilað á þessu undirbúningstímbili.

Það verður því að teljast líklegt að hann byrji á bekknum í kvöld. Breskir fjölmiðlar eru sammála því, en flestir þeirra telja að Gylfi muni koma sprækur inn af bekknum í seinni hálfleiknum.

Ronald Koeman, stjóri Everton, hefur staðfest að Gylfi muni taka þátt í öllum þremur leikjum Everton í vikunni.

Hér að neðan eru myndir af líklegum byrjunarliðum í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner