Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 21. ágúst 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Dregið í enska deildabikarnum um nótt
Manchester United vann deildabikarinn á síðasta tímabili.
Manchester United vann deildabikarinn á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Dregið verður 32-liða úrslit í enska deildabikarnum á fimmtudaginn en á morgun og miðvikudag fara fram leikir í annarri umferð í keppninni. Í 32-liða úrslitunum koma þau lið sem leika í Evrópukeppnum inn í keppnina.

Drátturinn í 32-liða úrslit fer fram klukkan 04:15 um nótt að enskum tíma. Ástæðan er sú að dregið verður í Beijing í Kína.

Carabao, orkudrykkur frá Tælandi, verður aðalstyrktaraðili í enska deildabikarnum næstu þrjú tímabili en í fyrstu umferðinni var dregið í Tælandi.

Ekki hefur allt gengið eins og í sögu í drættinum í fyrstu tveimur umferðunum því þar voru nokkur mistök. Charlton var til að mynda tvívegis dregið upp úr skálinni og ranglega var tilkynnt um nokkra andstæðinga í síðustu umferð áður en sá misskilningur var leiðréttur.
Athugasemdir
banner
banner
banner