Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 21. ágúst 2017 12:37
Magnús Már Einarsson
Nasri til Antalyaspor (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Tyrkneska félagið Antalyaspor hefur keypt miðjumanninn Samir Nasri frá Manchester City.

Hinn þrítugi Nasri hefur verið úti í kuldanum hjá Pep Guardiola, stjóra City, en á síðasta tímabili var hann í láni hjá Sevilla á Spáni.

Nasri hefur nú skrifaði undir tveggja ára samning hjá Antalyaspor.

Nasri lék samtals 129 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Manchester City eftir að hann kom til félagsins frá Arsenal á 25 milljónir punda árið 2011.

Hjá Antalyaspor mun Nasri spila með Samuel Eto'o, fyrrum framherja Barcelona, en hann er fyrirliði liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner