Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 21. ágúst 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Neymar lætur stjórn Barcelona heyra það
Mynd: Getty Images
Neymar fór á kostum í 6-2 sigri PSG á Toulouse í gærkvöldi. Eftir leik lét hann stjórnarmenn Barcelona heyra það.

Neymar fór frá Barcelona til PSG á 200 milljónir punda í sumar. Hann hefur nú sent stjórnarmönnum Barcelona tóninn.

„Ég hef ekkert að segja við stjórn Barcelona. Eða reyndar hef ég eitthvað að segja: Ég er vonsvikinn með stjórnarmennina," sagði Neymar.

„Ég var í fjögur ár þarna og var mjög ánægður. Ég var ánægður í byrjun, var ánægður í fjögur ár og fór ánægður."

„Ég var hins vegar ekki ánægður með þá. Þeir ættu ekki að stjórna Barcelona að mínu mati. Barca verðskuldar eitthvað miklu betra og allir vita þetta."

Athugasemdir
banner
banner
banner