Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 21. ágúst 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Bayern bindur vonir við nýja akademíu - Kostaði ekki hálfan Neymar
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen hefur ákveðið að leggja mikinn kraft í unglingastarf sitt á næstu árum. Félagið vill að einn leikmaður skili sér upp í aðalliði árlega úr unglingastarfinu eftir byggingu á nýju æfingasvæði fyrir akademíu félagsins.

Æfingasvæðið kostaði 70 milljónir evra (64,1 milljón punda) en það var í tvö ár í byggingu.

„Þetta kostaði ekki einu sinni hálfan Neymar," sagði Dieter Reiter borgarstjóri í Munchen við opnunina og vísaði þar í þær 200 milljónir punda sem PSG borgaði fyrir Neymar á dögunum.

Langt er síðan að leikmaður kom upp úr unglingastarfi Bayern í aðalliðið en sá síðasti sem gerði það er David Alaba sem kom inn í aðalliðið árið 2010.

Nýja æfingasvæðið er 30 hektarar á stærð. Þar er lítill leikvangur þar sem unglingalið Bayern eiga að spila, sjö æfingavellir, líkamsræktarstöð, íþróttahús og skóli fyrir 35 nemendur svo eitthvað sé nefnt.
Athugasemdir
banner
banner