Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. ágúst 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pardew: Zlatan getur hjálpað Lukaku
Lukaku hefur farið vel af stað með Man Utd.
Lukaku hefur farið vel af stað með Man Utd.
Mynd: Getty Images
„Romelu Lukaku er maðurinn. Hann lítur út eins og sóknarmaður númer eitt hjá Manchester United, hann spilar eins og sóknarmaður númer eitt hjá Manchester United. En hann þarf Zlatan Ibrahimovic til þess að kenna sér nokkur góð brögð." Þetta segir Alan Pardew, fyrrum stjóri Crystal Palace, Newcastle og fleiri liða í pistli sem hann ritar hjá breska vefmiðlinum Daily Mail í dag.

Lukaku var keyptur til United í sumar fyrir 75 milljónir punda (gæti hækkað í 90 milljónir punda), en á meðan fékk Zlatan ekki nýjan samning. Zlatan meiddist alvarlega gegn Anderlecht í Evrópudeildinni og því fékk hann ekki nýjan samning.

Ýmsir fréttamiðlar ytra, þar á meðal ESPN, hafa þó greint frá því að Zlatan sé við það að skrifa undir nýjan samning við Manchester United. Það muni jafnvel gerast í þessari viku.

Endurhæfing Zlatan við meiðslunum hefur nefnilega gengið það vel. Hann er byrjaður í sparkboxi og hvað eina.

Margir hafa velt upp spurningunni hvort það sé pláss fyrir Zlatan hjá United þar sem Lukaku er mættur. Pardew, sem er nú orðinn sérfræðingur, segir að það sé klárlega pláss fyrir Zlatan hjá Man Utd.

„Það yrði léttir fyrir Lukaku ef Zlatan semur. Þeir gætu spilað saman og Zlatan getur hjálpað Lukaku mikið."

Lukaku hefur spilað vel í fyrstu tveimur leikjum United í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur skorað þrjú mörk í þeim.
Athugasemdir
banner
banner