Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 21. ágúst 2017 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Alex hélt hreinu - Arnór Smára með stoðsendingu
Rúnar Alex í leik með Nordsjælland.
Rúnar Alex í leik með Nordsjælland.
Mynd: Getty Images
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir leikmenn eru að gera það gott í Danmörku og Svíþjóð.

Danmörk
Rúnar Alex Rúnarsson er lykilmaður hjá Nordsjælland. Hann er búinn að eigna sér markvarðarstöðuna hjá liðinu. Í kvöld hélt hann hreinu er Nordsjælland vann góðan 1-0 sigur FC Helsingør.

Nordsjælland situr á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

Nordsjælland 1 - 0 FC Helsingør
1-0 E. Asante ('15)

Svíþjóð
Það voru tveir leikir í sænsku úrvalsdeildinni. Kristinn Steindórsson spilaði allan leikinn hjá Sundsvall, sem tapaði 3-1 gegn Kalmar. Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik.

Í Örebro var síðan Íslendingaslagur. Heimamenn mættu Hammarby, en Hammarby hafði betur í leiknum, 3-0. Arnór Smárason lagði upp fyrsta mark Hammarby í leiknum, en hann spilaði allan leikinn ásamt Birki Má Sævarssyni hjá Hammarby. Hjörtur Logi Valgarðsson spilaði í stöðu vinstri bakvarðar hjá Örebro í kvöld.

GIF Sundsvall 1 - 3 Kalmar
0-1 J. Ring ('13)
0-2 Sjálfsmark ('47)
0-3 V. Elm ('61)
1-3 L. Hallenius ('63)

Örebro 0 - 3 Hammarby
0-1 B. Paulsen ('8)
0-2 S. Svendsen ('56)
0-3 P. Dibba ('67)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner