Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. ágúst 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Astana: Það eru 99% líkur á að Celtic fari áfram
Úr fyrri leik Astana og Celtic.
Úr fyrri leik Astana og Celtic.
Mynd: Getty Images
Í dag leikið í Meistaradeildinni. Astana frá Kasakstan fær skosku meistarana frá Celtic í heimsókn. Þetta er seinni leikur liðanna, en sigurvegarinn úr þessu einvígi fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Útlitið er ekki gott fyrir Astana eftir fyrri leikinn í Skotlandi.

Astana tapaði fyrri leiknum á Celtic Park 5-0.

Útlitið er því mjög slæmt og þjálfari Astana var ekkert að sykurhúða hlutina þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn í gær.

„Það eru 99% líkur á því að Celtic fari áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar," sagði Stanimir Stoilov, þjálfari Astana.

„Barcelona getur gert svona ótrúlega hluti, ekki við."
Athugasemdir
banner
banner
banner