Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. ágúst 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wilshere fékk rautt spjald fyrir að ýta andstæðingi
Fær Wilshere að spila aftur með aðalliði Arsenal?
Fær Wilshere að spila aftur með aðalliði Arsenal?
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Jack Wilshere spilaði með U-23 ára liði Arsenal í kvöld og hann lenti í algjöru rugli.

Arsenal mætti U-23 ára liði Manchester City, en Wilshere fékk að líta rauða spjaldið í leiknum.

Hann brást illa við eftir harða tæklingu. Hann ýtti andstæðingu og í kjölfarið brutust út læti. Wilshere var síðan rekinn út af.

Wilshere fer ekki í bann hjá aðalliði Arsenal, en ekki er vitað hvort hann muni spila aftur fyrir aðallið félagsins.

Hann er mögulega á förum. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gaf það í skyn á dögunum að svo væri.

Hér að neðan geturðu horft á myndband og séð rauða spjaldið sem Wilshere fékk í kvöld.



Athugasemdir
banner
banner