Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. ágúst 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pastore útilokar að fara í skiptum fyrir Mbappe
Mynd: Getty Images
Javier Pastore, leikmaður Paris Saint-Germain, mun ekki fara til Mónakó í skiptum fyrir Kylian Mbappe.

Hann hefur sjálfur útilokað þetta, en meiri líkur eru á því að Lucas Moura fari sem hluti af kaupunum. Í gær greindi Sky Sports á Ítalíu frá því að Mbappe væri að færast nær PSG, að kaupverðið væri 128 milljónir punda að auki myndi Mónakó fá Lucas Moura.

Pastore hafði verið nefndur, en hann er ekki að fara.

„Nei, nei, það er ekki að fara að gerast," sagði Pastore við Canal + aðspurður að því hvort hann yrði notaður í kaupum PSG á ungstirninu Kylian Mbappe, að hann myndi fara í hina áttina.

„Ég veit að ég verð að berjast um sæti mitt. Ég verð að fá að spila, en ég tel mig hafa gæðin til að spila fyrir PSG."

Mbappe er á leið til PSG fyrir rosalega upphæð. Í gær var hann rekinn heim af æfingu eftir rifrildi við liðsfélaga sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner