Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. ágúst 2017 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Flottir sigrar hjá Val og Stjörnunni
Einar Karl skoraði bæði mörk Vals.
Einar Karl skoraði bæði mörk Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Úr leik Stjörnunnar og Fjölnis.
Úr leik Stjörnunnar og Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það voru tveir leikir í Pepsi-deild karla í kvöld. Tvö efstu liðin, Valur og Stjarnan, halda í við hvort annað.

Valur, sem er á toppi deildarinnar, ætlaði sér að vinna í kvöld eftir að hafa mistekist það í síðustu tveimur leikjum sínum.

Þeim tókst ætlunarverk sitt með því að leggja Grindavík að velli á gervigrasinu að Hlíðarenda.

Einar Karl Ingvarsson skoraði bæði mörk Vals í leiknum. Bæði mörkin voru lagleg, skot fyrir utan teig.

Valur er áfram á toppi deildarinnar, en í öðru sæti er Stjarnan, sem ætlar ekki að gefa neitt eftir.

Stjarnan átti ekki í miklum vandræðum með Fjölni í Garðabænum í kvöld. Hilmar Árni Halldórsson, Ólafur Karl Finsen, Jóhann Laxdal og Guðjón Baldvinsson skoruðu mörkin fyrir Stjörnuna í leiknum.

Stjarnan er í öðru sæti eins og áður segir, þeir eru fimm stigum á eftir Val þegar sex leikir eru eftir af deildinni.

Valur 2 - 0 Grindavík
1-0 Einar Karl Ingvarsson ('22 )
2-0 Einar Karl Ingvarsson ('80 )
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan 4 - 0 Fjölnir
1-0 Hilmar Árni Halldórsson ('15 , víti)
2-0 Ólafur Karl Finsen ('36 )
3-0 Jóhann Laxdal ('73 )
4-0 Guðjón Baldvinsson ('76 )
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner