Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mán 21. ágúst 2017 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gústi Gylfa: Einn leikur núna og síðan kemur þriðja fríið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var jafnræði í öllum leiknum. Það eru bara úrslitin sem er munurinn á liðunum," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir 4-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla í kvöld.

„Það er vont fyrir okkur að tapa svona stórt hérna. Leikurinn fannst mér í járnum, en þeir fá svo gefins aukaspyrnu og víti í kjölfarið. Það var frekar létt," sagði Gústi.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 Fjölnir

„Þeir komast í 1-0, svo í 2-0, en síðan komum við sterkir í seinni hálfleikinn og ætluðum að jafna og vinna leikinn. Við skorum, að ég held, löglegt mark og það hefði breytti leiknum algjörlega."

„Þegar við fengum þriðja markið í andlitið, þá var þetta búið."

Fjölnir fékk á sig vítaspyrnu og síðan var dæmt af þeim mark á umdeildan hátt. Var Gústi ósáttur með dómarann?

„Við lögðum allt í leikinn og það er vont að fá svona á sig. Ég á eftir að sjá þetta aftur, en þetta er mjög leiðinlegt."

Framundan er erfið fallbarátta hjá Fjölni.

„Við erum búnir að fá tvö stór frí í sumar sem er óheppilegt. Við fáum einn leik núna og síðan kemur þriðja fríið hjá okkur. Svo koma sex leikir á 20 dögum. Það er nóg að gera þá og þá þarf stigasöfnunin að fara í gang, alveg klárlega."

Viðtalið í heild sinni er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner