Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. ágúst 2017 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sky Sports: Mbappe færist nær PSG
Kostar 128 milljónir punda + Lucas Moura
Mbappe er á leið til PSG.
Mbappe er á leið til PSG.
Mynd: Getty Images
Sky Sports á Ítalíu segir frá því í kvöld að ungstirnið Kylian Mbappe sé á leið til franska stórliðsins Paris Saint-Germain.

Kaupverðið er 128 milljónir punda og þá verður Brasilíumaðurinn Lucas Moura hluti af kaupunum. Hann fer til Mónakó í staðinn.

PSG vill líka kaupa Fabinho frá Mónakó, en hann og Mbappe myndu saman kosta meira en 200 milljónir punda.

Hinn 18 ára gamli Mbappe hefur verið í umræðunni í allt sumar. Hann hefur verið orðaður við Real Madrid, Barcelona, Manchester City, Liverpool og Arsenal, en nú virðist PSG vera að hreppa hann.

Mbappe langar til að spila með Neymar hjá PSG.

Í gær var Mbappe rekinn heim af æfingu hjá Mónakó eftir rifrildi við liðsfélaga sinn, Andrea Raggi.
Athugasemdir
banner
banner
banner