Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. ágúst 2017 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Villareal tapaði óvænt - Eibar byrjar vel
Villareal tapaði fyrsta leik.
Villareal tapaði fyrsta leik.
Mynd: Getty Images
Nú er 1. umferðinni í spænsku úrvalsdeildinni lokið. Það voru tveir leikir háðir í deildinni þetta mánudagskvöldið.

Það áttu sér óvænt úrslit stað þegar Levante og Villareal mættust.

Villareal ætlar sér að hanga í efstu liðunum, en frammistaða þeirra gulklæddu í kvöld var ekki góð. Þeir töpuðu 1-0 gegn Levante. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 88. mínútu leiksins.

Í hinum leiknum sem var í kvöld vann spútnikliðið frá því í fyrra, Eibar, fínan útisigur á Malaga. Charles skoraði eina markið.

Levante 1 - 0 Villarreal
1-0 Jose Luis Morales ('88 , víti)

Malaga 0 - 1 Eibar
0-1 Charles ('57 )
Athugasemdir
banner
banner
banner