Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. ágúst 2017 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney æsti stuðningsmenn Manchester City upp á Twitter
Rooney í leiknum í kvöld.
Rooney í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, leikmaður Everton, átti eftirminnilegt kvöld.

Hann skoraði mark Everton í 1-1 jafntefli gegn Manchester City. Markið var sögulegt, hann 200. mark í ensku úrvalsdeildinni.

Hann er aðeins annar leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem nær að skora 200 mörk eða meira. Hinn er Alan Shearer.

Það var heldur ekki leiðinlegt fyrir Rooney að gera það á Etihad-vellinum, heimavelli Manchester City. Rooney spilaði í 13 ár með Manchester United og hafði gaman að því að skora á heimavelli City.

Sjá einnig:
Rauði hlutinn í Manchester hafði vonandi gaman af þessu"

Rooney birti svo mynd á Twitter eftir leik þar sem hann gantast í stuðningsmönnum Manchester City. Myndin er hér að neðan.




Rooney er enn að svekkja sömu stuðningsmenn Man City.



Athugasemdir
banner
banner