þri 22. ágúst 2017 09:45
Magnús Már Einarsson
Barcelona að gefast upp á Coutinho
Powerade
Barcelona reiknar ekki með að landa Coutinho.
Barcelona reiknar ekki með að landa Coutinho.
Mynd: Getty Images
Diego Costa kíkir við í slúðurpakka dagsins.
Diego Costa kíkir við í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Enski slúðurpakkinn er mættur. Skoðum slúður dagsins.



PSG er nálægt því að fá Kylian Mbappe (18) á láni frá Mónakó. (Sky Sports)

Barcelona ætlar að sætta sig við að Liverpool mun ekki selja Philippe Coutinho (25) í þessum mánuði. (Mirror)

Barcelona reiknar með að Lionel Messi (30) og Andres Iniesta (33) geri nýjan samning við félagið. (Independent)

Atletico Madrid hefur skipað Diego Costa (28) að semja frið við Chelsea áður en félagið kaupir hann á 25 milljónir punda. (Sun)

Manchester City er nálægt því að fá Jonny Evans (29) varnarmann WBA. City ætlar einnig að bjóða 20 milljónir punda í Ben Gibson (24) varnarmann Middlesbrough. (Independent)

Tottenham er að undirbúa 20 milljóna punda tilboð í Ross Barkley (23) miðjumann Everton en Chelsea hefur einnig áhuga. (Telegraph)

West Ham er nú þegar byrjað að leita að eftirmanni Slaven Bilic eftir slaka byrjun á tímabilinu. (Mirror)

Craig Shakespeare, stjóri Leicester, segir að framtíð Riyad Mahrez (26) og Danny Drinkwater (27) ráðist mögulega ekki fyrr en í lok félagaskiptagluggans. (Leicester Mercury)

Virgil van Dijk (26) varnarmaður Southampton æfir með U23 ára liði félagins þessa dagana eftir að hafa óskað eftir sölu. (Express)

Chelea ætlar einungis að bjóða í Van Dijk ef Southampton gefur grænt ljós á sölu. (Telegraph)

Inter ætlar mögulega að setja Antonio Candreva (30) á sölu en Chelsea hefur áhuga á honum. (Star)

Arsenal ætlar að ræða við Alex Oxlade-Chamberlain (24) í vikunni en óvissa hefur verið í kringum framtíð hans. (Mail)

Newcastle hefur hætt við áætlanir um að fá Stevan Joetic (27) frá Inter en félagið ætlar hins vegar að kaupa miðjumanninn Dennis Praet (23) frá Sampdoria. (Talksport)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á ennþá eftir að ákveða hvort hann sendi kantmanninn Ryan Kent (20) á lán eða ekki. (Liverpool Echo)

Leeds vill fá Rudy Gestede (28) framherja Middlesbrouh og Jay-Roy Grot (19) framherja NEC í Hollandi til að fylla skarð Chris Wood sem var seldur til Burnley í gær. (Yorkshire Evening Post)

Miðjumaðurinn Claudio Marchisio (31) vill fara frá Juventus en hann hefur verið orðaður við AC Milan. (Gazzetta dello Sport)

Burnley hefur boðið átta milljónir punda í Abdul Majeed Waris (25) framherja Lorient í Frakklandi. (Burnley Express)

West Ham ætlar ekki að lána Andy Carroll (28) en félagið er hins vegar tilbúið að selja hann. Carroll gæti farið aftur til gömlu félaganna í Newcastle. (Newcastle Chronicle)

West Ham vonast til að ná að kaupa William Carvalho (25) frá Sporting Lisabon. Sporting vill 38 milljónir punda fyrir Carvalho en nýjasta tilboð West Ham hljóðar upp á 30 milljónir punda plús sex milljónir punda síðar meir. Viðræður félaganna halda áfram. (London Evening Standard)

Dele Alli (21), miðjumaður Tottenham, ætlar að skipta um umboðsmann. Alli er með 60 þúsund pund í laun á viku og hann vill fá mun betri samning. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner