Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. ágúst 2017 10:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Óvænt hvað fáir auka leikir hafa mikil áhrif
Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
Eyjólfur ver skot í leiknum á Selfossi.
Eyjólfur ver skot í leiknum á Selfossi.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Eyjólfur grípur boltann í leiknum í síðustu viku.
Eyjólfur grípur boltann í leiknum í síðustu viku.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis R, er leikmaður 17. umferðar í Inkasso-deildinni hjá Fótbolta.net. Eyjólfur átti nokkrar frábærar vörslur í 2-0 útisigri á Selfossi í síðustu viku. Eyjólfur telur að leikurinn hafi verið sinn besti í sumar.

„Já líklega. Það var meira að gera í þessum leik heldur en vanalega. Mikið af boltum inn í teiginn og eitthvað af skotum," sagði Eyjólfur við Fótbolta.net.

Leiknismenn sigla lygnan sjó í 7. sæti í Inkasso-deildinni. Er Eyjólfur sáttur með tímabilið?

„Ég get ekki alveg sagt að ég sé sáttur. Stigasöfnun fór of hægt af stað hjá okkur og stöðugleikinn ekki mikill framan af. En við höfum spilað vel undanfarið og liðið er á réttri leið. Maður vill samt alltaf meira."

„Litla bikarævintýrið sem við upplifðum í sumar var skemmtilegt og það var kominn tími til að Leiknir gerði eitthvað í bikarnum,"
sagði Eyjólfur en Leiknir fór í undanúrslit Borgunarbikarsins þar sem liðið tapaði gegn FH.

Stöðugleikinn hefur verið lítill hjá Leikni í sumar. Hefur Eyjólfur einhver svör við því af hverju það er?

„Já og nei. Við fórum langt í bikarnum og það kom mér persónulega á óvart hvað svona fáir auka leikir hafa mikil áhrif. þó svo að ég hafi ekki mikið fundið fyrir því líkamlega, standandi í markinu. Ekki að menn bera það fyrir sig sem einhverja afsökun þá held ég að það sé áhrifavaldur ásamt örugglega þúsund öðrum litlum hlutum."

Aðspurður út í markmið Leiknis út tímabilið sagði Eyjólfur ákveðinn: „Við ætlum að vinna fótboltaleiki. Helst alla."

Sjá einnig:
Bestur í 16. umferð - Marc McAusland (Keflavík)
Bestur í 15. umferð - Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Bestur í 14. umferð - Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Bestur í 13. umferð - Orri Sigurjónsson (Þór)
Bestur í 12. umferð - Pétur Steinn Þorsteinsson (Grótta)
Bestur í 11. umferð - Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Bestur í 10. umferð - Bjarni Gunnarsson (HK
Bestur í 9. umferð - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Bestur í 8. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Bestur í 7. umferð - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Athugasemdir
banner
banner