Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 22. ágúst 2017 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmannahópur Mónakó lætur Mbappe heyra það
Mynd: Getty Images
Hörðustu stuðningsmenn Mónakó eru að missa þolinmæðina gagnvart ungstirninu Kylian Mbappe. Þeir segja að félagið eigi ekki að borga Mbappe þann pening sem hann er að biðja um.

Hinn 18 ára gamli Mbappe er sagður á leið til Paris Saint-Germain, en þar mun hann fá ansi góða upphæð í vasann.

Franskir fjölmiðlar hafa sagt að hann sé líka tilbúinn að framlengja Mónakó, en ef hann á að gera það þá vill hann verða launahæstur hjá félaginu, hann vill fá meira borgað en Falcao.

Stuðningsmannahópur Mónakó hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir biðja um að litið verði fram hjá kröfum Mbappe. Þeir vilja frekar að félagið selji hann, samt ekki til PSG.

„Við viljum minna Kylian Mbappe og hans teymi á það að enginn leikmaður er stærri en AS Monaco FC," segir í yfirlýsinu sem stuðningsmannahópur Mónakó sendi frá sér í gær.



Athugasemdir
banner
banner
banner